22.10.2007 | 19:09
The log with out a name
Auglýsingar, mér finnst auglýsingar yfir höfuð leiðinglegar en hinsvega koma auglýsingar sem krydda tilveruna annaðslagið. Auglýsingin frá Herra Hafnarfirði er er/var t.d mjög góð; " Það er stór stund í lífi hvers manns þegar mamma hans hættir að kaupa á hann föt, þá fer hann í Herra Hafnarfjörð og kaupir sér Bertoni jakkaföt.......stuttu síðar neglir hann nokkrar keeelllingar" En sjálfsagt hafa femínistar komist í málið og fengið þessu breytt og nú er búið að breyta endanum á auglýsingunni í "........stuttu síðar er umkringdur nokkrum kellingum" Og þar með auglýsingin steinhætt að vera spauguleg. Símafyrirtækið Hive auglýsir stíft núna og skýtur endalust á aðalsamkeppnisaðila sína; Símann og Ogvodafone. Fyrir þá sem hafa séð/heyrt auglýsinguna frá Ogvodafone þar sem hann hringir og er að leita af beljunni (dáldið fyndin) þá er auglýsingin frá Hive alveg mergjuð og slær Ogvodafone alveg við, hún þannig: "Að hringja í þjónustuver til að leita að belju, það er Ogvodafone en að hringja beint og Bjarnastaði og borga ekkert fyrir það, það er Hive."
Annars finnst mér alltaf dáldið undarlegt að minnast á samkeppnisaðilan í auglýsingum, eins og t.d auglýsingarnar frá Brimborg;" Verðugur andstæðingur fyrir strákana hjá Toyota" ( þeir eru með umboð fyrir Ford, Mazda og ford)( þetta er í blaðaaulýsingu þar sem verið er að auglýsa nýjan Ford að mig minnir)
Mér finnst frétt vikunar tvímælalaust vera Þessi, þar sem konan stóð útá svölum og var að öskra um miðja nótt. Stóð bara og öskraði og öskraði. Löggan kom á staðin og spurði hvað væri um að vera og hún svaraði því til að hún byrgði svo mikla reiði inní sér og yrði að öskra. Löggan tók hana á rúntinn og fór með útfyrir bæin og hleypti henni og út og leyfði henni að öskra eins og hún gat í einhver tíma og síðan fór hún með hana heim, og var í fínalagi með hana á eftir. Þetta er snilld....löggan er mannleg!!
Skúbbið!! eð ekki
Jæja...nú á að fara að byggja leikskóla á eyrinni minni ( þar sem verkstæðið stendur) Ég er kannski að skúbba einhverju en þetta er allavega að ganga í gegn og ætlar bærinn að kaupa upp skúrinn okkar,slippinn, slipphúsið og gamla tónskólan og svo líklega átthyrningshúsið og seinna meir verkstæðið hjá Gumma líka. Þetta verður svaka tiltekt á eyrinni og líst mér bara þónokkuð vel á þetta. Haldið ekki að það sé hentugt að nota krakkana í umfelgunartörninni......þau læra bara á því og læra að axla ábyrgð. En hér á myndinni má sjá svæðið sem leikskólin á að vera á......
Góður staður....jáá fyrir utan eitt atriði. Þegar krakkarnir koma morgunin eftir norðvestan áttina sem er stundum dáldið öflug og það er þykkt salt utan á leiktækjunum þeirra. Það er eini gallin að mínu mati. Fínt að rústa þessari eyri og fegra upp svæðið.
Annars er þetta bara venjubundið haust hér í bæ, umfelgnartörnin að byrja - Bæjastarfsmenn búnir að grafa bæinn í tætlur og reyndar moka ofaní flestar holur aftur, en ekki malbika neiiii það borgar sig ekki. Leyfum bæjarbúum að hossast aðeins á mölinni í nokkra mánuði svona aðeins að rifja upp gömli tímana, þegar malbik var ekki til.
Jæja gott í bili.
-Hlynur-
Athugasemdir
Sæll félagi, massa gott blogg hjá þér meistari, það verður gaman fyrir þig/ ykkur félaga að lækka meðalaldurinn á eyrinni (hóst hóst) kominn tími til... núna færð þú áhorfendur af uppátækjum og prakkarastrikum þínum á eyrinni . Gætir eignast nýja vini sem eru til í að leika með þér.....
Ólafur Jón (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 20:42
Það verður fínt fyrir mig að hafa leikskólann þarna! þegar ég verð orðinn leikskólastjóri þá verður stutt fyrir mig að ná í þig og eirík í afleysingar ef það vantar starfsfólk ;) nú eða senda bara slatta af krökkum yfir til ykkar ;) hehe
Erla hans Pálma (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 20:49
sælir í birjun hvað er málið með þessa ruslpóstsvörn þarf maður að vera stærðfræðingur til að geta segja sína skoðun meina summan af fjórum og einum væri ekkihægt að hafa þetta allavega létta spurningu það eru ekkert allir sem eiga reiknivél eða reiknistokk. en já þetta með leikskólann er fín hugmynd börnin venjast skíta fílu fljótt og örugleg, verða ekki lofthrædd eftir að klifra uppí möstrin á sleðanum, og þegar þessar asnalegu grindur sem voru settar eftir að menn án jafnvægis og reinslu í að detta byrjuðu að mála báta í slippnum verða farnar fá krakkarnir líka gott jafnvægi + reinslu í að detta.....svo þetta með göturnar ég hélt að það væri regla að bíða með skurðina opna í nokra mánuði en veð heyrumst bless
siggi w (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 23:03
fínt blogg... flott blogg.. áfram svona :)
Harpa Rún (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 09:34
Já sæll! Ég segi eins og Sigurður ég er ekki að fýla þessa ruslpóstvörn, ég þarf að reikna með puttunum til þess að klára dæmið. Ég las bloggið í gær þannig ég man nú ekki fullkomlega eftir innihaldinu, símaauglýsingarnar, jú þær eru snilld og já leikskólinn.. Hvað er skemmtilegra en krakkaöskur og grenj allan liðlangan daginn huh..:) Í sambandi við skurðina í bænum þá er þetta nú bara hraðamet í því að fylla strax uppí þá aftur, það er náttúrulega ekkert nema gleðin ein að hossast í holunum eftir þá í nokkra mánuði í viðbót er það.. En vi ses
Jónína frænka þín (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 00:01
Himm rétt með auglýsingar en leikskólinn ágætur staður svo sem.. finnst samt alltaf að þeir hefðu átt að hafa gerviföllinn annarstaðar og leikskólann þar sem að hann er... en annars ekki gott að missa átthyrninginn... nema að það verði byggt við húsið...
kveðja
Toffy
Toffy (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 21:34
Við lásum og höfðum gaman af....
Jonni og Pálína (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 20:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.