Núna

er komið að skrifum. Síðustu tvær vikur hafa verið svakalega busy. Vinna frá 07-23:00 alla þarsíðustu viku nema síðustu helgi þá lagði ég land undir fót og skrapp á borgarfjörð með fjórhjól og gröfuna góðHoddi Ljotiu. Sá nefnilega verkefni fyrir hana og það varð skyndilega NAUÐSYNLEGT að fara með fægiskófluna og sýna hvað í henni býr!!!
En síðast vika var aðeins betri vinnulega séð og ég náði að vera heima hjá mér 3 kvöld af 5. Nokkuð gott!! Við Höddi fengum grímurnar okkar frá Ebay og vorum mjög glaðir!!!  Fór í netta fjórhjólaferð í dag, Daði Ben hringdi nefnilega í mig og sagði að það væri sól og 18 stiga hiti á Eskivík og Reyðavík og svo voru við nobbaranir fastir undir þykkri austfjarðaþokunni! Ég skelti mér í gallann og þaut uppá skarð á fjórhjólinu, ákvað að fara yfir skarð en ekki í gegnum göngin og viti menn; þegar upp var komið var glampandi sól og clear blue sky!! og ef maður leit til baka sá maður bara ofan á þokuteppið sem hékk yfir Norðfirðinum og nágrenni. Ég tók smá rúnt á slóðunum á skíðasvæðinu og keyrði langleiðina uppí magnúsarskarð. ThokaEskivik sol 2Ensvo fékk nóg af þessu góða veðri og skellti mér beinustu 
leið niður í 
svarta þokuna á ný og þvílíkur
munur....ég þurfti að keyra með hjálminn opinn sökum þokunar og mér svelgdist á ég borðaði svo mikið af þoku...skelfilegt ég sem var á leiðinni í mat til mömmu.
Eftir matin fórum við Ingi leifs inná flugvöll og spóluðum dáldið í sandhaugunum þangað til að ég prjónaði yfir mig og skemmdi mælaborðið á hjólinu(ég slapp sem betur fer við skemmdir). Þá ákvað ég að best væri að fara heim og gráta yfir Live eight tónleikunum og varð Rihanna fyrir valinu. Upplagt að væla yfir henni(með henni)
Annars voru þetta ljómandi skemmtilegir tónleikar, lifandi tónlist er alltaf skemmtileg og sérstaklega var gaman að sjá síðgráskeggjaða Metalicu taka nokkuð vel valin lög.
LogganHugleiðing:
Lögreglan, ætla að aðeins að tappa af mér mínu hugleiðingum um Lögrelguna. Ég vinn á stað þar sem mikið af fólki kemur dags daglega og þess vegna fréttum við að því þegar löggan er í þessum svakalegu "átökum" gegn hraðakstri. Þá plantar hún sér einhverstaðar í bænum og böstar alla sem keyra hratt og eru ljóslausir og beltislausir. OK þetta er fínt, menn eiga ekki að vera keyra ljóslausir og beltislausir alltof hratt. En málið er að svona átök eru ekki gerð nema á þriggja mánaða fresti. Í þessi skipti gerir löggan allt vitlaust og tekur þá sem eiga það skilið en svo þess á milli þá sést hún varla. Afhverju er ekki hægt að halda uppi jöfnu eftirliti? Afhverju þarf alltaf að gera allt vitlaust á þriggja mánaða fresti? 
Þetta  gerir lítið annað fyrir lögguna en að gera bæjarbúa 
vitlausa. Og þess á milli keyrir fólk án belta og ljósa alltof hratt!! Það segir kannski allt sem segja þarf, að þegar alþjóðlega umferðarvikan var hérna í vor þá var markmið hjá löggunni " að vera á tímum og stöðum þar sem fólk bjóst síst við þeim" Er þetta ekki dáldið undarlegt?? Það hlýtur að segja meira en mörg orð að það séu til tímar og staðir sem maður býst ekki við löggunni. Löggæslan á vera þannig úr garði gerð að þú eigir von á löggunni hvar og hvenær sem er!!!! Ég vona að þetta fari ekki illa í félaga mína í lögreglutvíeikinu "dobble Ólafur" (Ólafur Arnar og Ólafur Jón)
Sæl að sinni

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ánægð með að það séu fleiri að bætast í bloggheiminn, mér finnst þú allaveg ahinn fínasti penni það sem ég hef séð hehe:) Svaðaleg þessi þoka ég ætlaði ekkað verða eldri þegar ég keyrði yfir skarðið í gær!
En þú ert komin í favorites sjáumst!

Jónína Harpa (IP-tala skráð) 9.7.2007 kl. 15:28

2 identicon

Frétti af þessari líka fínu síðu og mun kíkja hér reglulega inn:o)

Flott gríma;0)  Bestu kveðjur frændi.

Sigga (IP-tala skráð) 9.7.2007 kl. 21:01

3 identicon

Ég er ekki viss um að þú farir með rétt mál félagi. En góðar pælingar

Hetjan (IP-tala skráð) 9.7.2007 kl. 23:14

4 identicon

Hvað meinaru að ég fari ekki með rétt mál? hvernig geta skoðanir mínar ekki verið rétt mál??

Hlynur S (IP-tala skráð) 9.7.2007 kl. 23:38

5 identicon

flott síða :) ..vertu ekkert að hvetja lögguna til að vera meira á ferðinni.. sumir eru að flýta sér heim til mömmu sinnar!

Harpa Rún (IP-tala skráð) 10.7.2007 kl. 08:52

6 identicon

það er ekkert annað.. Hlynur Sveinsson farinn að blogga :)

Líst vel á þetta! best að gefa þér link á síðunni minni ;)

kv. frá Reyðarfirði!

Erla

Erla (IP-tala skráð) 10.7.2007 kl. 17:17

7 identicon

Vaddafokk!!!

 Hvenær var þetta tilkynnt? Átti ekkert að láta mann vita eða ertu að verða feiminn eða eitthvað?

En flott hjá þér og endilega meira af þessu. Segðu þínar skoðanir, hlakka til að lesa hér hápólitískt efni eftir þig...

Hilsen,

Pálmi (IP-tala skráð) 10.7.2007 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband