Þá er komið að því

Jæja...

Fór á Torfæru á Egilstöðum í dag. Okkar mannig gekk ekkert alltof vel í keppninni. Kláraði eina þraut af sex og var ekki með í 4-6. Ýmislegt var að stríða og þrátt fyrir gríðarlega hæft viðgerðarlið var tekin sú ákvörðun að hætta viðgerðum vegna leka á skiptingu og lausrar afturhásingar. Var þá bjórnum brugðið upp og ökumaðurinn sjálfur ásamt föruneyti sínu gekk fullur vonbrigða en jákvæður í átt að áhorfendum og tillti sér niður og horfði á það sem eftir var keppni.
Fægiskóflan
Jonni er í bænum og "býr" hjá mér á meðan á dvölinni stendur...við vorum niðrá verkstæði áðan að "æfa" okkur á nýjasta tækinu!! Það er komið nafn á hana "FÆGISKÓFLAN" sem á reyndar ágætlega við og vill ég koma á framfæri þakklæti til Sigurgeirs fyrir frábæra nafngift. Æfinginn heppnaðist vel og tókst okkur að moka allt frá 7kg af möl uppí risa grjót sem sennilega slagaði hátt í 35kg. GEÐVEIK GRÆJA HÉR Á FERÐ. Eins og sést á myndinni!!!

Erum menn orðnir snaróðir á þessum mótorhjólum? Fáið ykkur fjórhjól -þá komist þið ekki svona hratt. Bara skella sér á alþingi og sitja í lög að allir mótorhjólamenn skulu aka um á fjórhólum frá og með mánaðarmótum júní-júlí. Þetta myndi svínvirka. Best að láta Einar Már í málið.

Þegar þetta er skrifað er Jonni steinsofandi í sófanum, vorum að klára að horfa á eina ræmu. Leigðum okkur DÉJÁvu með Denzel Was. Mögnuð...spennan í hámarki.
 
Jæja Góða nótt



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þú ert svo snarbilaður að það hálfa væri helmingi of mikið! en annars fín síða hjá þér.. og grafan er mögnuð, finnst samt enþá skondið að fjórhjólið þitt sé stærra en hún!!

Siggi Helga (IP-tala skráð) 6.7.2007 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband