14.1.2008 | 20:08
Að keyra hratt á afmörkuðum vegspotta vitandi af hraðamyndavélum
89 óku of hratt í Hvalfjarðargöngunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.12.2007 | 19:19
Nei Nei Nei Íslandsmeistarar í ómerkilegheitum
Lögregla þurfti að skakka leikinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
16.12.2007 | 16:41
Nei....þetta er öfugt
Tófa vogar sér sífellt nær þéttbýli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.12.2007 | 18:35
Skodi til sölu!!! :-)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.10.2007 | 19:09
The log with out a name
Auglýsingar, mér finnst auglýsingar yfir höfuð leiðinglegar en hinsvega koma auglýsingar sem krydda tilveruna annaðslagið. Auglýsingin frá Herra Hafnarfirði er er/var t.d mjög góð; " Það er stór stund í lífi hvers manns þegar mamma hans hættir að kaupa á hann föt, þá fer hann í Herra Hafnarfjörð og kaupir sér Bertoni jakkaföt.......stuttu síðar neglir hann nokkrar keeelllingar" En sjálfsagt hafa femínistar komist í málið og fengið þessu breytt og nú er búið að breyta endanum á auglýsingunni í "........stuttu síðar er umkringdur nokkrum kellingum" Og þar með auglýsingin steinhætt að vera spauguleg. Símafyrirtækið Hive auglýsir stíft núna og skýtur endalust á aðalsamkeppnisaðila sína; Símann og Ogvodafone. Fyrir þá sem hafa séð/heyrt auglýsinguna frá Ogvodafone þar sem hann hringir og er að leita af beljunni (dáldið fyndin) þá er auglýsingin frá Hive alveg mergjuð og slær Ogvodafone alveg við, hún þannig: "Að hringja í þjónustuver til að leita að belju, það er Ogvodafone en að hringja beint og Bjarnastaði og borga ekkert fyrir það, það er Hive."
Annars finnst mér alltaf dáldið undarlegt að minnast á samkeppnisaðilan í auglýsingum, eins og t.d auglýsingarnar frá Brimborg;" Verðugur andstæðingur fyrir strákana hjá Toyota" ( þeir eru með umboð fyrir Ford, Mazda og ford)( þetta er í blaðaaulýsingu þar sem verið er að auglýsa nýjan Ford að mig minnir)
Mér finnst frétt vikunar tvímælalaust vera Þessi, þar sem konan stóð útá svölum og var að öskra um miðja nótt. Stóð bara og öskraði og öskraði. Löggan kom á staðin og spurði hvað væri um að vera og hún svaraði því til að hún byrgði svo mikla reiði inní sér og yrði að öskra. Löggan tók hana á rúntinn og fór með útfyrir bæin og hleypti henni og út og leyfði henni að öskra eins og hún gat í einhver tíma og síðan fór hún með hana heim, og var í fínalagi með hana á eftir. Þetta er snilld....löggan er mannleg!!
Skúbbið!! eð ekki
Jæja...nú á að fara að byggja leikskóla á eyrinni minni ( þar sem verkstæðið stendur) Ég er kannski að skúbba einhverju en þetta er allavega að ganga í gegn og ætlar bærinn að kaupa upp skúrinn okkar,slippinn, slipphúsið og gamla tónskólan og svo líklega átthyrningshúsið og seinna meir verkstæðið hjá Gumma líka. Þetta verður svaka tiltekt á eyrinni og líst mér bara þónokkuð vel á þetta. Haldið ekki að það sé hentugt að nota krakkana í umfelgunartörninni......þau læra bara á því og læra að axla ábyrgð. En hér á myndinni má sjá svæðið sem leikskólin á að vera á......
Góður staður....jáá fyrir utan eitt atriði. Þegar krakkarnir koma morgunin eftir norðvestan áttina sem er stundum dáldið öflug og það er þykkt salt utan á leiktækjunum þeirra. Það er eini gallin að mínu mati. Fínt að rústa þessari eyri og fegra upp svæðið.
Annars er þetta bara venjubundið haust hér í bæ, umfelgnartörnin að byrja - Bæjastarfsmenn búnir að grafa bæinn í tætlur og reyndar moka ofaní flestar holur aftur, en ekki malbika neiiii það borgar sig ekki. Leyfum bæjarbúum að hossast aðeins á mölinni í nokkra mánuði svona aðeins að rifja upp gömli tímana, þegar malbik var ekki til.
Jæja gott í bili.
-Hlynur-
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
29.8.2007 | 21:34
Hugleiðingar um allt og ekkert
Jæja....ég hélt að ég væri búinn að klúðra þessu algjörlega, þú sennilega líka lesandi góður. En ég ég sá að síðastliðina viku kíktu 15 manns hérna inn og byðst ég afsökunar að hafa ekki verið með rjúkandi nýtt efni á boðstólnum þá. Þetta er auðvitað algjört ábyrgðarleysi.
Hugleiðing 1:
http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/frett.html?nid=1285966
Her Rússa. Heyrðu þið um daginn þegar rússar ákvuðu að fljúga inní íslenska lofthelgi bara svona að gamni.....? Þetta er ótrúlegt. Ok þeir mega nú koma hérna hvenær sem þeim dettur í hug og verkefni vantar fyrir orustuflugmenn. EN MEÐ EINU skilirði!! AÐ þeir rústi ekki flugplani margra tuga flugvéla og þotna!! Þegar þeir komu hérna inní landið þurfti að kalla út auka vakt hjá flugumferðarstjórum á
íslandi því að það var svo mikið að gera við breyta flugleiðum hátta í 100 flugvéla. Þetta finnst mér alveg ótrúlegt að heyra. Hvernig getur svona viðgengist? Eigum við að beygja okkur undir þetta þegjandi og hljóðalaust? Jaa ég er allavega stórkostlega hneykslaður
Hugleiðing 2:
Hafiði heyrt um nýjustu aðferðir við handrukkun? Hún er þannig að sá sem skuldar fíkniefni er tekin höndum af þessum "gaurum" og settur í kistu og svo er hún grafinn niður í jörðina og viðkomandi er látin dúsa í 3-4 tíma og er þá grafin aftur upp. Ef hann ekki borgar er honum sleppt en jafnframt hótað að næst verði leikin sami leikur fyrir utan það að hann verði bara ekki grafin upp aftur.
Þetta er kannski eitthvað sem INTRUM innheimta ætti að taka upp "ekki gera ekki neitt, annars jörðum við þig"
Hugleiðing 3:
Höddi er drengur sem er að vinna hjá okkur á verkstæðinu. Hann er að flytja suður núna um mánaðarmótin sem er sossem ekki frásögur færandi nema að hann er að flytja á Kleppsvegin og viti menn rétt hjá er verslun sem selur hjálpartæki ástarlífsins, það er nú fínt að búa rétt hjá svoleiðis maður!...og Höddi heldur að það sé einskær tilviljun sem ráði þessu. En NEI hann fer að vinna há Réttingaverkstæði Jóa, og í sama húsi er önnur slík verslun!!!! Þarna eru augljóslega örlögin á ferðinni og verið að reyna að segja honum eitthvað....hvort það er slakur limaburður eða þurkur í einhverju götum skal ég láta ósagt en eitthvað er það, það er á hreinu.!!
Hugleiðing 4:
Um einhverja að þessum síðastliðnu helgum ætluðum við Pálmi að fara í smá hálendisferð eftir vel hepnaða viðfjarðaferð. Nema hvað Pálmi ákvað að kíkja aðeins á skála sem við gætum gist í. Hann fann einn á hentugum stað, hann hét Lindarkáli. Síðan vill svo til að við Pálmi hættum við að fara en Pálmi ákvað samt að athuga með þennan skála svona ef ské kynni að við myndum gista í honum seinna. Pálmi finnur umsjónarmann skálans sem er héraðstbúinn Baldur Pálsson. Hann hringir og fer að spyrja hann hvort það sé nokkuð mál að fara í hann hvenær sem er og gista.
það var ekkert mál að sögn umsjónarmannsins nema eitt atriði hann væri á 70metra dýpi!!!! HAAA? 70 metra dýpi, "já hann er á botni hálslóns uppvið kárahnjúka" sagði hann. Þetta fannst okkur mjög fyndið ef við hefðum lagt af stað og keyrt beint í uppgefin GPS punkt af þessum skála,....þá hefði allt í einu birst okkur stórt stórt vatn sem við hefðum ekkert botnað í borgar sig að hringja áður en maður leggur í svona ferð :)...... :ö)
Hugleiðing 5:
VATNSTOPPUR!!!! hverjum dettur í hug að kaupa vatn í flösku fyrir 150 kall!!!???? Ég er brjálaður!! hættiði þessu. eyðið frekar í sparnað.
Nú síðastliðna helgi fór ég í leit á Svínafellsjökli ásamt tveimur öðrum. Þetta var mögnuð upplifun og gaman að skoða jökulinn og fara í þyrlu :-) Þrátt fyrir að þjóðverjarnir hafi ekki fundist var þetta mjög skemmtileg ferð. Ég ber svakalega mikla virðingu fyrir þyrkuáhöfn landhelgisgæslunar. Þetta eru svo flottir náungar. Þeir borðuðu á næsta borði við okkur þarna í Freysnesi og mér leið eins og það væru stórar Hollywood stjörnur þarna við hlið mér vááá....
Hafi þið séð þætt sem heita MAN VS Wild?? þetta eru þættir sem eru sýndir á Discovery og fjalla um ofur gaur sem droppar sér útúr þyrlu einhverstaðar í óbyggðum og þarf að koma sér til byggða og það eina sem hann hefur eru fötin sem hann er í og hnífur. Nokkuð athyglisverðir þættir. Síðasta vetur var hann hér á landi og lét kasta sér útúr þyrlu gæslunar yfir einhverjum jökli. Allur þátturinn er gríðarlega ýktur og þeir sem þekkja til á suðurlandinu segja að hann sé að "ferðast" 2-300km milli atriða, hann stingur sér t.d í vatn við þingvelli sem hann segir vera jökulá. En það sem spauglegast er að handritshöfundar þáttarins höfðu í huga að hann myndi drepa hreindýr berhentur og skera það á hol og hreinsa innanúr því og BÚA INNÍ ÞVÍ UM NÓTTINA!!!!!! HAAHHAHAHA. þetta er eitt það klikkaðasta sem ég hef heyrt. Þeim var snögglega tilkynnt að svoleiðis væri ekki gert á íslandi.
Hér er svo þátturinn í allri sinni dýrð, þetta er í fimm bútum og linkur á hvern fyrir sig.
Bloggar | Breytt 30.8.2007 kl. 09:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
8.7.2007 | 02:00
Núna
En síðast vika var aðeins betri vinnulega séð og ég náði að vera heima hjá mér 3 kvöld af 5. Nokkuð gott!! Við Höddi fengum grímurnar okkar frá Ebay og vorum mjög glaðir!!! Fór í netta fjórhjólaferð í dag, Daði Ben hringdi nefnilega í mig og sagði að það væri sól og 18 stiga hiti á Eskivík og Reyðavík og svo voru við nobbaranir fastir undir þykkri austfjarðaþokunni! Ég skelti mér í gallann og þaut uppá skarð á fjórhjólinu, ákvað að fara yfir skarð en ekki í gegnum göngin og viti menn; þegar upp var komið var glampandi sól og clear blue sky!! og ef maður leit til baka sá maður bara ofan á þokuteppið sem hékk yfir Norðfirðinum og nágrenni. Ég tók smá rúnt á slóðunum á skíðasvæðinu og keyrði langleiðina uppí magnúsarskarð. Ensvo fékk nóg af þessu góða veðri og skellti mér beinustu
svarta þokuna á ný og þvílíkur
munur....ég þurfti að keyra með hjálminn opinn sökum þokunar og mér svelgdist á ég borðaði svo mikið af þoku...skelfilegt ég sem var á leiðinni í mat til mömmu.
Eftir matin fórum við Ingi leifs inná flugvöll og spóluðum dáldið í sandhaugunum þangað til að ég prjónaði yfir mig og skemmdi mælaborðið á hjólinu(ég slapp sem betur fer við skemmdir). Þá ákvað ég að best væri að fara heim og gráta yfir Live eight tónleikunum og varð Rihanna fyrir valinu. Upplagt að væla yfir henni(með henni)
Annars voru þetta ljómandi skemmtilegir tónleikar, lifandi tónlist er alltaf skemmtileg og sérstaklega var gaman að sjá síðgráskeggjaða Metalicu taka nokkuð vel valin lög.
Hugleiðing:
Lögreglan, ætla að aðeins að tappa af mér mínu hugleiðingum um Lögrelguna. Ég vinn á stað þar sem mikið af fólki kemur dags daglega og þess vegna fréttum við að því þegar löggan er í þessum svakalegu "átökum" gegn hraðakstri. Þá plantar hún sér einhverstaðar í bænum og böstar alla sem keyra hratt og eru ljóslausir og beltislausir. OK þetta er fínt, menn eiga ekki að vera keyra ljóslausir og beltislausir alltof hratt. En málið er að svona átök eru ekki gerð nema á þriggja mánaða fresti. Í þessi skipti gerir löggan allt vitlaust og tekur þá sem eiga það skilið en svo þess á milli þá sést hún varla. Afhverju er ekki hægt að halda uppi jöfnu eftirliti? Afhverju þarf alltaf að gera allt vitlaust á þriggja mánaða fresti?
Þetta gerir lítið annað fyrir lögguna en að gera bæjarbúa
vitlausa. Og þess á milli keyrir fólk án belta og ljósa alltof hratt!! Það segir kannski allt sem segja þarf, að þegar alþjóðlega umferðarvikan var hérna í vor þá var markmið hjá löggunni " að vera á tímum og stöðum þar sem fólk bjóst síst við þeim" Er þetta ekki dáldið undarlegt?? Það hlýtur að segja meira en mörg orð að það séu til tímar og staðir sem maður býst ekki við löggunni. Löggæslan á vera þannig úr garði gerð að þú eigir von á löggunni hvar og hvenær sem er!!!! Ég vona að þetta fari ekki illa í félaga mína í lögreglutvíeikinu "dobble Ólafur" (Ólafur Arnar og Ólafur Jón)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
24.6.2007 | 02:05
Þá er komið að því
Jæja...
Fór á Torfæru á Egilstöðum í dag. Okkar mannig gekk ekkert alltof vel í keppninni. Kláraði eina þraut af sex og var ekki með í 4-6. Ýmislegt var að stríða og þrátt fyrir gríðarlega hæft viðgerðarlið var tekin sú ákvörðun að hætta viðgerðum vegna leka á skiptingu og lausrar afturhásingar. Var þá bjórnum brugðið upp og ökumaðurinn sjálfur ásamt föruneyti sínu gekk fullur vonbrigða en jákvæður í átt að áhorfendum og tillti sér niður og horfði á það sem eftir var keppni.
Jonni er í bænum og "býr" hjá mér á meðan á dvölinni stendur...við vorum niðrá verkstæði áðan að "æfa" okkur á nýjasta tækinu!! Það er komið nafn á hana "FÆGISKÓFLAN" sem á reyndar ágætlega við og vill ég koma á framfæri þakklæti til Sigurgeirs fyrir frábæra nafngift. Æfinginn heppnaðist vel og tókst okkur að moka allt frá 7kg af möl uppí risa grjót sem sennilega slagaði hátt í 35kg. GEÐVEIK GRÆJA HÉR Á FERÐ. Eins og sést á myndinni!!!
Erum menn orðnir snaróðir á þessum mótorhjólum? Fáið ykkur fjórhjól -þá komist þið ekki svona hratt. Bara skella sér á alþingi og sitja í lög að allir mótorhjólamenn skulu aka um á fjórhólum frá og með mánaðarmótum júní-júlí. Þetta myndi svínvirka. Best að láta Einar Már í málið.
Þegar þetta er skrifað er Jonni steinsofandi í sófanum, vorum að klára að horfa á eina ræmu. Leigðum okkur DÉJÁvu með Denzel Was. Mögnuð...spennan í hámarki.
Jæja Góða nótt
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.6.2007 | 09:59
Velkomin
Aldrei hélt ég að ég myndi byrja "blogga" Blogga!! þetta er svo plebbalegt að ég fæ hroll. En jæja hér ætla ég að reyna að skrifa mínar hugleiðingar, skoðanir og kannski eitthvað demo úr mínu dagsdaglega lífi.
Heyrumst - Lesumst.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)